KR lenti í miklu basli með Hött

Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson voru drjúgir fyrir …
Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson voru drjúgir fyrir KR. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar KR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, Malt-bikarnum, eftir torsóttan sigur gegn 1. deildarliði Hattar á Egilsstöðum í kvöld, 92:87.

Höttur byrjaði leikinn af krafti og var yfir eftir fyrsta hluta, 24:22. Heimamenn juku við forskot sitt í öðrum hluta og í hálfleik var staðan 48:39 fyrir Hött.

KR sýndi þó klærnar í þriðja hluta og fyrir þann fjórða og síðasta hafði liðið komist yfir, 68:62. Síðasti leikhlutinn var jafn og spennandi, en þegar hálf mínúta var eftir munaði aðeins einu stigi á liðunum. Staðan 88:87 fyrir KR.

Eftir spennandi lokasekúndur var það að lokum KR sem hafði betur, 92:87. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í liði KR, en hann skoraði 27 stig.

Hjá Hetti náði Aaron Moss þrefaldri tvennu, þegar hann skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

KR verður því í pottinum ásamt Grindavík þegar dregið er í undanúrslitin, en síðar í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið til viðbótar verða þar.

Höttur - KR 87:92

Egilsstaðir, Bikarkeppni karla, 16. janúar 2017.

Gangur leiksins:: 7:3, 12:5, 18:11, 24:22, 32:26, 38:30, 45:37, 48:39, 51:45, 54:59, 57:64, 62:68, 70:72, 75:80, 83:84, 87:92.

Höttur: Aaron Moss 28/12 fráköst/10 stoðsendingar, Mirko Stefan Virijevic 26/17 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 13/7 fráköst, Vidar Orn Hafsteinsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 6/6 fráköst, Sigmar Hákonarson 5.

Fráköst: 37 í vörn, 7 í sókn.

KR: Jón Arnór Stefánsson 27/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 16/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/7 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 3/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert