Skallagrímur í undanúrslit

Systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir eru komnar …
Systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir eru komnar í undanúrslit með Skallagrími. mbl.is/Stella Andrea

Skallagrímur varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, Maltbikarnum, eftir sigur á KR 78:42.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Skallagrímur mun betri aðilinn í leiknum og staðan í hálfleik var 33:20. Tavelyn Tillman fór fyrir liði Skallagríms með 24 stig og þá skoraði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20 stig. Hjá KR var Perla Jóhannsdóttir stigahæst með 14 stig.

Skallagrímur, Snæfell, Haukar og Keflavík munu vera í hattinum þegar dregið er í undanúrslitin á morgun.

Skallagrímur - KR 78:42

Borgarnes, Bikarkeppni kvenna, 16. janúar 2017.

Gangur leiksins:: 2:2, 9:5, 13:8, 20:10, 22:10, 24:10, 31:15, 33:20, 35:20, 40:27, 48:29, 55:31, 62:38, 69:38, 71:39, 78:42.

Skallagrímur: Tavelyn Tillman 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 9/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/9 fráköst, Fanney Lind Tomas 7/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 5/6 fráköst/3 varin skot, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnfríður Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

KR: Perla Jóhannsdóttir 14, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/6 fráköst, Margrét Blöndal 6/9 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 4, Ástrós Lena Ægisdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 3/4 fráköst, Gunnhildur Bára Atladóttir 2, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert