Westbrook með 20. þrennuna

Það er nánast orðið daglegt brauð hjá Russell Westbrook að …
Það er nánast orðið daglegt brauð hjá Russell Westbrook að skora þrennu. AFP

Russell Westbrook og James Harden náðu hvor um sig þrefaldri tvennu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Westbrook náði sinni 20. þrennu í vetur fyrir Oklahoma City Thunder þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli, 122:118. Hann skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Westbrook náði 19 þrennum alls á síðasta tímabili en hefur þegar allt er talið að meðaltali verið með þrennu í leik í vetur.

Harden skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar þegar hann náði tólftu þrennu sinni í vetur fyrir Houston Rockets. Liðið vann Brooklyn Nets á útivelli, 137:112. Þetta var tíunda tap Brooklyn í röð en liðið fékk á sig 74 stig í fyrri hálfleik.

Úrslit næturinnar:
Dallas - Minnesota 98:87
Toronto - New York 116:101
Atlanta - Milwaukee 111:98
Brooklyn - Houston 112:137
Sacramento - Oklahoma 118:122
Memphis - Chicago 104:108
LA Lakers - Detroit 97:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert