Vansvefta Sigtryggur Arnar lék við hvern sinn fingur

Sigtryggur Arnar Björnsson á ferðinni gegn KR.
Sigtryggur Arnar Björnsson á ferðinni gegn KR. mbl.is/Golli

Ýmis óvænt tíðindi áttu sér stað í síðustu umferð Dominos-deildarinnar þar sem Stjarnan tapaði í Seljaskóla og Þór Akureyri rótburstaði Tindastól. Sú frammistaða einstaklings sem líklega var eftirtektarverðust átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Íslands- og bikarmeistarar KR þurftu framlengingu til að sigrast á Borgnesingum sem eru nýliðar í deildinni.

Sigtryggur Arnar Björnsson átti stórbrotinn leik fyrir Skallagrím. Skoraði hann 37 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Sigtryggur setti niður fimm þriggja stiga skot, stal boltanum einu sinni og sýndi nokkrum sinnum mögnuð tilþrif.

Morgunblaðið heyrði hljóðið í Finni Jónssyni, þjálfara Skallagríms, og ræddi við hann um Sigtrygg. Upp úr kafinu kemur að leikmaðurinn fór vansvefta í leikinn sem gerir frammistöðu hans enn athyglisverðari.

Svakalegur kraftur í Arnari

„Sigtryggur Arnar var veikur og hafði svo gott sem ekkert sofið um nóttina. Daginn eftir fór hann til læknis og þá kom í ljós að hann var með þessa flensu sem er að ganga. Aðstoðarþjálfarinn okkar velti því fyrir sér eftir leikinn hvort svefnleysið væri kannski bara ágætt, því það hægir aðeins á honum. Það er svo svakalegur kraftur í Arnari og hann ræður þá kannski betur við kraftinn og hraðann. Þá aukast líkurnar á því að andstæðingarnir falli fyrir gabbhreyfingunum þegar hann er kominn á eðlilegan hraða,“ sagði Finnur léttur og hló að tilhugsuninni.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsisn í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert