Völtuðu yfir meistarana

Kevin Durant ver skot LeBron James í leiknum í nótt.
Kevin Durant ver skot LeBron James í leiknum í nótt. AFP

Golden State Warriors unnu afar öruggan sigur á meisturum Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þegar liðin sem léku til úrslita á síðustu leiktíð mættust á heimavelli Golden State.

Heimamenn fögnuðu að lokum 35 stiga sigri, 126:91, eftir að hafa snemma stungið af. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 37:22 og fyrri hálfleiknum lauk með því að Golden State setti niður átta af níu skotum sínum á fjögurra mínútna kafla, vann þann kafla 20:5 og komst í 78:49. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi.

Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með 26 stig og Kevin Durant skoraði 20. Andre Iguodala átti frábæra innkomu af bekknum en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum og skoraði 14 stig. Þá varðist hann vel gegn LeBron James sem hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum.

Úrslit næturinnar:
New York - Atlanta 107:108
Washington - Portland 120:101
Milwaukee - Philadelphia 104:113
Indiana - New Orleans 98:95
Denver - Orlando 125:112
Boston - Charlotte 108:98
Golden State - Cleveland 126:91
Phoenix - Utah 101:106
LA Clippers - Oklahoma 120:98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert