KR slapp með sigur úr Grindavík

Cedric Bowen reynir við troðslu en Ólafur Ólafsson er til …
Cedric Bowen reynir við troðslu en Ólafur Ólafsson er til varnar. Ljósmynd/Skúli B Sigurðsson

KR vann sigur á Grindavík í miklum spennuleik, 80:78, þegar liðin mættust suður með sjó í kvöld. Lokastig KR-inga komu úr vítaskotum þegar 16 sekúndur voru eftir.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn. KR var með yfirhöndina og var með forskot í hálfleik 36:32, og munurinn var yfirleitt ekki mikið meiri en 3-4 stig. Grindvíkingar sóttu svo í sig veðrið eftir hlé og fyrir lokahlutann voru þeir yfir 54:51.

Staðan var hnífjöfn allt til loka, en þegar tæpar 16 sekúndur voru eftir fór Þórir Þorbjarnarson á vítalínuna fyrir KR. Hann setti bæði skotin niður og tryggði tveggja stiga sigur KR, 80:78.

KR situr eftir sigurinn eitt liða á toppnum eftir tap Stjörnunnar í kvöld. KR er með 22 stig og hefur tveggja stiga forskot. Grindavík er hins vegar með 14 stig um miðja deild þar sem ríkir blóðug barátta.

40. Leik lokið, lokatölur 78:80.

Það virtist stefna í að Grindvíkingar væru að ná sér í fína forystu í upphafi leikhlutans þegar þeir komust í 61:53 þegar rúmlega 7 mínútur voru til loka leiks. Hinsvegar KR settu næstu 11 stig leiksins og aftur orðið hnífjafnt í þessum leik. Á lokamínútunni var leikurinn í járnum.  Grindavík komst yfir en KR skoruðu fljóta körfu og komust aftur yfir.  Staðan var 78:78 þegar KR átti boltann og 16 sekúndur til loka leiks. Svo fór að Þórir Þorbjarnarson leikmaður KR setti niður tvö víti á lokasprettinum sem urðu svo lokastig leiksins og KR slapp með sigur úr Grindavíkinni.

30. Staðan er 54:51 

KR-ingar héldu áfram sínum dampi en þó náðu þeir aldrei að slíta Grindavík frá sér á neinn hátt. KR-ingar spiluðu hinsvegar enn illa og þá sérstaklega sóknarlega. Skotvalið hjá þeim er slakt og í raun varnarleikurinn sem hefur haldið þeim á floti.  Þegar um 5 mínútur voru eftir af leikhlutanum komust Grindvíkingar aftur í áhlaup og komust yfir í stöðunni 42:39.  Þetta hefur þó verið munurinn á liðunum allt frá fyrstu mínútu leiksins og í raun af þessum fyrstu 30 mínútum leiksins ómögulegt giska á úrslit þessa leiks.  Einhvernvegin finnst manni þó KR eiga meira inni í sínum leik en Grindavík spilar fanta vel gegn meisturunum. Staðan er 54:51 eftir þrjá leikhluta.

20. Hálfleikur, staðan er 32:36. 

Grindvíkingar hófu annan leikhluta af krafti og þristur frá Þorsteini Finnbogasyni sem jafnaði leikinn gerði það að verkum að Finnur Freyr, þjálfari KR, fékk nóg og tók leikhlé aðeins rúmlega mínútu inn í leikhlutann.  Þorsteinn fylgdi þessu svo eftir með fínni fléttu í næsta leik og Grindvíkingar komnir yfir. Leikurinn hinsvegar var jafn allt til loka fyrri hálfleiks og staðan er 36:32 gestunum enn í vil.  Furðuleg staða á leiknum þar sem tilfinningin virðist vera sú að Grindvíkingar eru að gera fína hluti og KR töluvert frá sínu besta. Lewis Clinch er stigahæstur heimamanna með 11 stig en Cedric Bowen leiðir KR með 13 stig.

10. Fyrsta leikhluta lokið, staðan er 16:20. 

KR hefur byrjað þennan leik yfirvegað og leiðir þennan leik verðskuldað með 4 stigum eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Ef ekki hefði verið fyrir snögga rispu frá Lewis Clinch undir lok leikhlutans væri munurinn meiri. KR-liðið virðist einfaldlega vera sterkara sem stendur en heimamenn enn að finna sína fjöl og hafa töluvert meira fyrir sínum stigum. Cedric Bowen hefur farið fyrir gestunum og er með 9 stig.  KR-ingar leggja áherslu á það hér í upphafi leiks að leita niður á „blokkina” á Cedric sem hefur gert vel.

1. Leikurinn er hafinn.

Lewis Clinch með boltann í leik Grindavíkur og KR í …
Lewis Clinch með boltann í leik Grindavíkur og KR í kvöld. Ljósmynd/Skúli B Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert