Fullkomin endurkoma Þórs í Þorlákshöfn

Tobin Carberry fór fyrir Þór gegn Haukum.
Tobin Carberry fór fyrir Þór gegn Haukum. mbl.is/Golli

Þórsarar frá Þorlákshöfn komu til baka gegn Haukum og unnu sigur, 94:84, þegar liðin mættust í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Haukar tóku öll völd á vellinum í byrjun og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 30:11. Þórsarar vöknuðu við það, en voru engu að síður undir í hálfleik, 55:42.

Þeir tóku svo málin í sínar hendur eftir hlé og höfðu mikla yfirburði í þriðja hluta. Það lagði grunninn að sigri þeirra, 94:84, á meðan Haukar sátu eftir með sárt ennið.

Tobin Carberry skoraði 33 stig og tók 12 fráköst fyrir Þórsara, en Sherrod Wright fór fyrir Haukum og skoraði 34 stig.

Þórsarar eru nú með 16 stig og komust upp í fjórða sætið, í það minnsta um tíma, en Haukar eru í næstneðsta sæti með 10 stig.

40. Leik lokið, lokatölur 94:84. Eftir afleitan fyrsta leikhluta komu Þórsarar heldur betur til baka og hrósuðu sigri. Carberry með 33 stig fyrir þá og Wright með 34 stig fyrir Hauka.

30. Þriðja leikhluta lokið, staðan er 73:68. Þórsarar hafa heldur betur snúið blaðinu við og unnu þriðja leikhluta 31:13. Tobin Carberry er kominn með 19 stig fyrir þá, en hjá Haukum er Sherrod Wright sá eini með lífi og er með 28 stig. Aðeins Finnur Atli Magnússon er kominn upp í tveggja stiga tölu í stigaskorun fyrir utan hann, er með 10 stig.

20. Hálfleikur, staðan er 42:55. Þórsarar vöknuðu í öðrum hluta og hafa bitið þar frá sér. Munurinn engu að síður 13 stig. Tobin Carberry fer fyrir heimamönnum, hefur skorað 14 stig og tekið 7 fráköst en Sherrod Wright er kominn með 21 stig hjá Haukum.

10. Fyrsta leikhluta lokið, staðan er 11:30. Það hefur verið aðeins eitt lið á vellinum í fyrsta leikhluta og Sherrod Wright hefur farið á kostum hjá Haukum. Hann er kominn með 13 stig eftir tíu mínútur og Haukar eru 19 stigum yfir.

1. Leikurinn er hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert