Ægir í toppbaráttu á Spáni

Ægir Þór Steinarsson í landsleik.
Ægir Þór Steinarsson í landsleik. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, og samherjar hans í San Pablo Burgos eru í hörðum slag um sæti í spænsku A-deildinni og þeir unnu góðan sigur í gærkvöld.

San Pablo tók þá á móti Prat Joventut og sigraði örugglega, 87:64. Ægir skoraði 11 stig fyrir San Pablo, átti 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst en hann spilaði í 20 mínútur.

San Pablo er í þriðja sæti með 14 sigra í 21 leik en tvö efstu liðin, Palencia og Gipuzkoa, eru bæði með 15 sigra. Þá er Oviedo líka með 15 sigra og á leik til góða. Efsta liðið eftir 34 umferðir fer beint upp en átta næstu lið fara í umspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert