Golden State Warriors áfram á sigurbraut

Stephen Curry skoraði 24 stig í góðum sigri Golden State …
Stephen Curry skoraði 24 stig í góðum sigri Golden State Warriors gegn Houston Rockets í nótt. AFP

Golden State Warriors bar sigur úr býtum í sínum fimmta leik í röð þegar liðið lagði Houston Rockets að velli, 125:108, í NBA-deild karla í körfubolta í nótt.

Kevin Durrant var stigahæsti leikmaður vallarins, en hann skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors og Stephen Curry bætti 24 stigum við fyrir liðið. 

Kemba Walker skoraði 32 stig og lagði grunninn að 113:78-sigri Charlotte Hornets gegn Toronto Raptors. Charlotte Hornets hefur nú haft betur í níu af síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni.

Atlanta Hawks bar sigurorð af Chicago Bulls, 102:93, í afar sveiflukenndum leik. Atlanta Hawks var með 30 stiga forskot í upphafi fjórða leikhluta og settu bæði lið þá minni spámenn sína inn á völlinn.

Chicago Bulls náð að minnka forystu Atlanta Hawks í fimm stig, en Atlanta Hawks setti þá byrjunarliðsmenn sína aftur til leiks og liðið náði að lokum að innbyrða níu stiga sigur.

Clevland Cavaliers er á toppi Austurriðilsins með sigurhlutfallið 30:11, en Golden State Warriors er hins vegar á toppi Vesturriðilsins með sigurhlutfallið 37:6.    

Úrslit í leikjum næturinnar urðu eftirfarandi:

Philadelphia 76er - Portland Trail Blazers, 93:92
Charlotte Hornets - Toronto Raptors, 113:78
Orlando Magic - Milwaukee Bucks, 112:96
Memphis Grizzlies - Sacramento Kings, 107:91
New Yorleans Pelicans - Brooklyn Nets, 114:143
Houston Rockets - Golden State Warriors, 108:125
Atlanta Hawks - Chicago Bulls, 102:93
Dallas Mavericks - Utah Jazz, 107:112
Los Angeles Lakers - Indiana Pacers, 108:96

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert