„Ótrúlega svekkjandi að tapa“

Emil Karel Einarsson skilaði sínu og setti niður fjögur þriggja stiga skot fyrir Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitaleiknum í dag en það dugði ekki til þar sem KR sigraði 78:71. 

Þórsarar voru í úrslitum annað árið í röð en hafa þurft að sætta sig við tap fyrir KR í bæði skiptin. 

„Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik en við misstum aðeins dampinn í þriðja leikhluta og þeir náðu auðveldum körfum. Þá grófum við okkur ofan í svolítið stóra holu sem erfitt var að komast upp úr,“ sagði Emil Karel Einarsson meðal annars í samtali við mbl.is að leiknum loknum í dag. 

Viðtali við Emil í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði

Emil Karel Einarsson.
Emil Karel Einarsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert