Oklahoma steinlá

Kawhi Leonard skoraði 32 stig fyrir San Antonio Spurs.
Kawhi Leonard skoraði 32 stig fyrir San Antonio Spurs. AFP

San Antonio Spurs er ekki vant því að tapa tveimur leikjum í röð í NBA-deildinni og engin breyting varð á því í nótt.

Eftir tap í síðasta leik hafði SA Spurs betur gegn Indiana, 110:106, en liðið hefur aðeins tvisvar sinnum á tímabilinu tapað tveimur leikjum i röð. Kawhi Leonard skoraði 32 stig fyrir SA Spurs og LaMarcus Aldridge var með 19. Paul George var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig.

Washington Wizards átti ekki í erfiðleikjum með að leggja Oklahoma Thunder að velli en liðið vann 22 stiga sigur, 120:98. Markieff Morris var atkvæðamestur í liði Washington með 23 stig og John Wall var með 15 en Washington náði mest 34 stiga forystu í leiknum. Russell Westbrook náði sér ekki á strik í liði Oklahoma og skoraði aðeins 17 stig sem þykir lítið á þeim bæ.

Denver skellti Golden State, 132:110, þar sem Juan Hernangomez skoraði 27 stig fyrir Denver en Kevin Durtant var með 27 fyrir Oklahoma.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Philadelphia 99:105
Mimai - Orlando 107:116
Milwaukee - Detroit 102:89
Dallas - Boston 98:111
Utah - LA Clippers 72:88
Indiana - SA Spurs 106:110
Brooklyn Nets - Memphis 103:112
Washington - Oklahoma 120:98
Phoenix - New Orleans 118:110
Denver - Golden State 132:110
Portland - Atlanta 104:109 framl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert