Stórsigur hjá toppliðinu

Leikmenn Hattar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Leikmenn Hattar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Ljósmynd/Atli Berg Kárason

Topplið Hattar átti ekki í miklum vandræðum með ÍA í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Höttur hafði mikla yfirburði og vann leikinn 101:66.

Liðið er því komið á beinu brautina eftir tap gegn Val í síðustu umferð. Mirko Stefan Virijevic skoraði 24 stig fyrir Hött og Hreinn Gunnar Birgisson var með 19. Derek Daniel Shouse skoraði 28 stig fyrir Skagamenn. 

Höttur er með sex stiga forskot á Fjölni á toppi deildarinnar en Fjölnir á leik til góða. Valur er í 3. sæti með 28 stig en Valsmenn eiga þrjá leiki til góða á Hött, sem og liðin eiga eftir að mætast innbyrðis. Það er því mikil spenna um efsta sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í efstu deild. Liðin í 2-5. sæti mætast svo í umspili um seinna sætið í deild þeirra bestu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert