Þreföld tvenna hjá Westbrook

Russell Westbrook var í góðum gír með Oklahoma í nótt.
Russell Westbrook var í góðum gír með Oklahoma í nótt. AFP

Meistararnir í Cleveland Cavaliers unnu í nótt sinn 39. sigur á tímabilinu í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar þeir höfðu betur gegn Indiana, 113:104.

14 leikir fóru fram í deildinni í nótt en nú verður gert hlé þar sem stjörnuhelgin í NBA fer fram um helgina.

Eins og oft áður var LeBron James stigahæstur í liði Cleveland en hann skoraði 31 stig og Kyrie Irving var með 26 stig en Cleveland hefur unnið sjö af átta síðustu leikjum. Hjá Indiana var Glen Robinson stigahæstur með 19 stig.

Golden State státar af besta árangri allra liða í deildinni en liðið hefur unnið 47 leiki en tapað 9. Golden State vann öruggan sigur á Sacramento þar sem Klay Thompson skoaði 35 stig og Kevin Durant 21 fyrir Golden State.

San Antonio Spurs, sem er með annað besta vinningshlutfallið í deildinni, burstaði Orlando þar sem LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir SA Spurs og Kewhi Leonard 21.

Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu í sigri Oklahoma Thunder gegn New York Knicks. Westbrook var með 38 stig, tók 14 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 30 stig fyrir New York og Derrick Rose 25.

Úrslitin í nótt:

Orlando - SA Spurs 79:107
Cleveland - Indiana 113:104
Boston - Philadelphia 116:108
Toronto - Charlotte 90:85
Brooklyn Nets - Milwaukee 125:129
Detroit - Dallas 98:91
Memphis - New Orleans 91:95
Houston - Miami 109:117
Denver - Minnesota 99:112
Utah Jazz - Portland 111:89
Phoenix - LA Lakers 137:101
Oklahoma - New York 116:105
LA Clippers - Atlanta 99:84
Golden State - Sacramento 109:86

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert