Butler tryggði Chicago sigurinn

Jimmy Butler sækir að körfu Boston í nótt.
Jimmy Butler sækir að körfu Boston í nótt. AFP

Washington Wizards er í góðum gír í NBA-deildinni í körfuknattleik um þessar mundir en liðið vann í nótt lið Indiana, 111:98.

Otto Porter Jr skoraði 25 stig fyrir Washington og tók 8 fráköst, Markieff Morris var með 21 og 7 fráköst og John Wall skoraði 20 stig og gaf 12 stoðsendingar en liðið hefur unnið 9 af síðustu 10 leikjum sínum. Hjá Indiana sem tapaði sínum sjötta leik í röð voru þeir Myles Turner og Paul George með 17 stig hvor.

Gömlu stórveldin Chicago Bulls og Boston Celtics áttust við og þar vann Chicago eins stigs sigur. Jimmy Butler tryggði Chicago sigurinn með því að skora úr tveimur vítaskotum undir lok leiksins en Chicago hitti úr öllum 22 vítaskotum sínum í leiknum. Butler skoraði 29 stig og gaf 7 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 29 stig fyrir Boston og þar af 11 síðustu stigin.

Úrslitin í nótt:

Indiana - Washington 98:111
Chicago - Boston 104:103



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert