Grindavík vann nágrannaslaginn

Njarðvíkingurinn Björn Kristjánsson sækir að Grindvíkingnum Degi Kár Jónssyni í …
Njarðvíkingurinn Björn Kristjánsson sækir að Grindvíkingnum Degi Kár Jónssyni í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Grindavík og Njarðvík mættust í Njarðvík í kvöld í Dominosdeild karla. Fyrir leik höfðu bæði lið verið á fínu skriði og augljóst að þarna myndu mætast stálin stinn.  Svo fór að Grindvíkingar höfðu sigur að lokum, 79:87 eftir spennandi leik.  Dagur Kár Jónsson fór fyrir Grindvíkingum með 22 stig en hjá Njarðvík var það Logi Gunnarsson með 20 stig þeirra stigahæstur.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is. 

40. Leik lokið. Allt frá fyrstu mínútu leikhlutans hélst munurinn í þessum 1 til 2 stigum og allt stefndi í að um hörku loka kafla leiksins. Ákveðin titringur virtist segja til sín hjá báðum liðum þegar um 5 mínútur voru til loka leiks þegar hvorugt liðið náði að skora á löngum kafla. Allt þangað til að Jeremy Atkinson náði að brjóta ísinn og koma Njarðvík í 74:71.  Landi hans hjá Grindavík sem hafði haft hægt um sig megnið af leiknum svaraði þessu í næstu sókn með tveimur stigum.  Tilþrif kvöldsins og mögulega vetrarins komu þegar um 2:30 mínútur voru til loka leiks þegar Lewis Clinch troð með tilþrifum á vörn Njarðvíkinga. SVAKALEGT! Lewis virtist svo ætla sér að klára þennan leik en hann setti niður þungavigta þrist þegar rúm mínúta var til loka leiks og gestirnir komnir í 77:82.  Lewis títt nefndur átti svo aðra eins troðslu þegar 40 sekúndur voru til loka og í raun ísaði leikinn í stöðunni 79:85. 

30. Þriðja leikhluta er lokið. Leikurinn hélst jafn þangað til að Njarðvíkingar hófu orrahríð að körfu gesta sinna og skoruðu 7 stig í röð og komu sér í mestu forystu sem þeir hafa náð í leiknum í stöðunni 60:53. Grindavík skoruðu hinsvegar næstu 9 stig leiksins og mikla sveiflur á þessum tímapunkti í leiknum. Leikurinn er í járnum og að öllum líkindum verður það loka mínútan sem mum skera úr um sigurvegara hér í kvöld.  Dagur Kár hefur verið þeim Grindvíkingum drjúgur en stigaskor Njarðvíkinga dreyfist nokkuð jafnt á mannskap þeirra. 

20. Hálfleikur. Njarðvíkingar hysjuðu upp um sig í upphafi leikhlutans og fóru að spila betur á meðan leikur Grindvíkingar riðlaðist eftir frábærar fyrstu tíu mínútur þeirra. Grindvíkingar héldu þó forystu sinni að mestu og Dagur Kár Jónsson snögghitnaði um stund þegar hann setti niður 5 stig í röð fyrir þá bláklæddu.  Adam Eiður Ásgeirsson ungur og efnilegur leikmaður Njarðvíkinga kom af bekknum með látum og skoraði 10 stig á þeim mínútum sem hann spilaði í leikhlutanum og var að spila fínan varnarleik.  Grindvíkingar héldu forystu sinni í leiknum en þó aðeins með naumindum og engu mátti muna að Logi Gunnarsson setti niður lokaskot leikhlutans.  Staðan er 46:48 og er Dagur Jónsson stigahæstur gestanna með 16 stig en hjá Njarðvík er það Logi títt nefndur með 11 stig. 

10. Fyrsta leikhluta er lokið. Grindvíkingar hófu leik með fyrstu fjórum stigum leiksins og Njarðvíkingar full afslappaðir á fyrstu mínútum leiksins. Þegar þrjár rúmar mínútur voru liðnar höfðu Grindvíkingar komið sér í 9 stiga forystu í stöðunni 5:14.   Logi Gunnarsson hélt Njarðvíkingum við efnið með snöggum 5 stigum á upphafs mínútum en Grindvíkingar hinsvegar með frumkvæðið framan af. Njarðvíkingar voru duglegir að henda boltanum niður á blokkina til Myron Dempsey sem gerði ágætlega en Grindvíkingar fengu að ganga full harkalega að honum án þessa að dómarar leiksins sáu ástæðu til að aðhafast. Það breytir því ekki að Grindvíkingar hafa verið töluvert betri hér eftir 10 mínútur og leiða 17:28.  Frákastabaráttan er að fara illa með þá Njarðvíkinga. Grindvíkingar eru grimmir á að elta skot sín og hafa tekið 7 sóknarfráköst nú þegar á meðan Njarðvíkingar hafa aðeins náð 3 varnarfráköstum. 

1. Leikurinn er hafinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert