Mikilvægur sigur Fjölnis

Fjölnir vann góðan sigur gegn Val í kvöld.
Fjölnir vann góðan sigur gegn Val í kvöld. Ljósmynd/Facebook siða Fjölnis

Fjölnir vann mikilvægan sigur á Valsmönnum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 104:101, á Hlíðarenda. FSu vann Ármann í Kennaraháskólanum, 86:59, og Hamar burstaði Vestra á Ísafirði, 111:65.

Sigur Fjölnis gegn Valsmönnum gerir það að verkum að Höttur er komið langleiðina með að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta ári. Höttur er nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar, þegar fjórir leikir eru eftir. 

Valur hefði getað jafnað Hött á stigum á toppnum, með því að vinna þá leiki sem eftir voru. Fjönir hefur nú komið í veg fyrir þann möguleika og verða Fjölnir og Valur að treysta á að Höttur misstígi sig, til að eiga möguleika á efsta sætinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert