Njarðvík hafði betur gegn Val

Carmen Tyson-Thomas var stigahæst í liði Njarðvíkur.
Carmen Tyson-Thomas var stigahæst í liði Njarðvíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Njarðvík vann 84:74 sigur á Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag en liðin áttust við í Njarðvík.

Valur var með 22:20 forystu eftir fyrsta leikhluta en eftir það tók Njarðvík völdin og var sigurinn í raun aldrei í hættu. 

Carmen Tyson-Thomas átti virkilega góðan leik fyrir Njarðvík og skoraði 34 stig en Mia Loyd var með 27 fyrir Val. 

Njarðvík jafnaði Val á stigum í deildinni með sigrinum og eru þau í 5. og 6. sæti með 18 stig, sex stigum frá Stjörnunni sem er í fjórða sætinu en fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

Njarðvík - Valur 84:74

Njarðvík, Úrvalsdeild kvenna, 18. febrúar 2017.

Gangur leiksins:: 6:6, 13:11, 16:18, 20:22, 23:29, 26:33, 32:33, 41:35, 46:37, 52:39, 61:44, 64:51, 69:58, 76:65, 84:74.

Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 34/18 fráköst/5 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 14/4 fráköst, Ína María Einarsdóttir 14, Björk Gunnarsdótir 12/7 stoðsendingar, María Jónsdóttir 6/5 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Mia Loyd 27/19 fráköst/6 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Hallveig Jónsdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert