Tindastóll eitt þriggja á toppnum

Pétur Rúnar Birgisson er í lykilhlutverki hjá Tindastóli.
Pétur Rúnar Birgisson er í lykilhlutverki hjá Tindastóli. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tindastóll komst að hlið KR á toppi Dominos-deildar karla í kvöld með því að sigra Þór frá Þorlákshöfn, 83:76, á Sauðárkróki, og Stjarnan er þriðja liðið sem er með sama stigafjölda í efstu þremur sætunum.

Tindastóll var yfir allan tímann og staðan í hálfleik var 51:40. Mest munaði tuttugu stigum á liðunum í seinni hálfleik en Þórsarar náðu að saxa nokkuð á forskotið án þess að ógna sigri Sauðkrækinga að ráði.

Tindastóll er með 28 stig eins og KR og Stjarnan en Þórsarar eru áfram með 20 stig í fimmta sætinu.

Pétur Rúnar Birgisson skoraði 19 stig fyrir Tindastól, tók 8 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Tobin Carberry skoraði 24 stig fyrir Þór, tók 8 fráköst og átti 5 stoðsendingar.

Ragnar Ágústsson og Hákon Ingi Rafnsson fylgdust með leiknum fyrir mbl.is og sendu uppfærslur af gangi mála reglulega.

40. LEIK LOKIÐ - Tindastóll sigrar, 83:76.

40. Tíu sekúndur eftir og staðan er enn 83:74. Sigur Tindastóls er nánast í höfn.

39. Staðan er 83:74 og 66 sekúndur eftir. Þórsarar taka leikhlé en þeir eru komnir í bónus.

38. Tindastóll tekur leikhlé þegar 3 mínútur eru eftir af fjórða leikhluta í stöðunni 81:74. Þór er að vinna fjórða leikhluta 16:9.

37. Staðan er 81:71.

35. Staðan er 78:69 þegar fjórði leikhluti er hálfnaður. Pétur Rúnar fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu og er þar af leiðandi kominn með 4 villur.

33. Staðan er 76:60. Þór tekur leikhlé.

31. Fjórði leikhluti hafinn og Þór minnkar muninn áfram, 71:60.

30. Þriðja leikhluta lokið og staðan er 71:58. Þórsarar eru heldur betur farnir að saxa á forystu Tindastóls aftur.

28. Staðan er 71:51 þegar 3 mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Leikurinn heldur sínu sama róli og Tindastóll hefur haldið í kringum 15-20 stiga forustu allan þriðja leikhluta. 

25. Staðan er 66:48 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður. Fimm leikmenn hafa skorað 65 af 66 stigum Tindastóls, tólf til fjórtán stig hver! Pétur og Viðar hæstir með 14.

23. Staðan er 59:45. Viðar Ágústsson hjá Tindastóli er kominn með 3 villur.

21. Síðari hálfleikur er hafinn.

20. Hálfleikur og Tindastóll er yfir, 51:40. Pétur Rúnar Birgisson er með 14 stig (öll í 1. leikhluta), 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Þreföld tvenna í sigtinu ef hann heldur svona áfram. Björgvin Hafþór Ríkharðsson er með 13 stig. Hjá Þór eru Tobin Carberry og Maciej Baginski með 11 stig hvor. Carberry með 3 stoðsendingar. Emil Karel og Ólafur Helgi hjá Þór eru  báðir með 3 villur eftir fyrri hálfleikinn.

20. Hester blokkar Maciej svakalega og strax eftir það fær Maciej dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að grípa í fótinn á Hester. Þórsmenn eru komnir í bónus þegar 43 sek. eru eftir af 2 leikhluta. Staðan í lok hálfleiks er 51:40

19. Mínúta eftir af hálfleiknum og staðan 49:39.

17. Þór tekur leikhlé þegar þrjár mínútur eru eftir af hálfleiknum. Staðan 46:39.

15. Staðan er 40:39 þegar fimm mínútur eru eftir af öðrum leikhluta. Halldór Garðar Hermannsson hjá Þór fær dæmda á sig tæknivillu.

14. Staðan er 35:34.

12. Staðan þegar 2 mínútur eru búnar af öðrum leikhluta er 28:27 og Þór stoppar nánast hverja einustu sókn hjá Stólum.

10. Fyrsta leikhluta lokið og staðan er 26:18 fyrir Tindastól.  Þór tók leikhlé þegar 5 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og staðan var 17:6 Tindastól í vil. Eftir 4 mínútur voru  Tindastólsmenn komnir í bónus. Tindastóll tók leikhlé þegar 2 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og staðan var 19:13. Við enda fyrsta leikhluta er staðan 26:18 Tindastól í vil. Pétur Rúnar Birgisson er kominn með 14 stig fyrir Tindastól og Maciej Baginski 6 fyrir Þór.

9. Staðan er 22:16. Pétur Rúnar Birgisson kominn með 10 stig fyrir Tindastól og Maciej Baginski 6 fyrir Þór.

8. Staðan er 19:13.

7. Staðan er 19:6.

5. Staðan er 17:6 þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður. 

4. Tindastóll byrjar á að taka uppkastið og skora í fyrstu sókn leiksins. Það er mikið skorað eftir 4 mínútur, staðan er 12:6. Allir í byrjunarliði Tindastóls  búnir að skora.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarlið Tindastóls: Pétur Rúnar Birgisson, Björgvin Hafþór Ríkharðsson, Viðar Ágústsson, Antonio Hester og Helgi Rafn Viggósson. Byrjunarlið Þórs: Emil Karel Einarsson, Ragnar Örn Bragason, Tobin Carberry, Ólafur Helgi Jónsson, Maciej Baginski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert