Lærisveinar Arnars nær undanúrslitum

Arnar Guðjónsson er einnig aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Arnar Guðjónsson er einnig aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. mbl.is/Golli

Lið Svendborg Rabbits, undir stjórn Arnars Guðjónssonar, er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn í körfuknattleik. Liðið vann Næstved, 85:80, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitunum.

Svendborg var engu að síður undir í hálfleik, 43:27, en sneri blaðinu við eftir hlé og uppskar fimm stiga sigur, 85:80. Axel Kárason skoraði 8 stig fyrir liðið auk þess að taka 9 fráköst, mest allra í liðinu. Stefan Bonneau, fyrrverandi leikmaður Njarðvíkur, skoraði 22 stig fyrir Svendborg og var stigahæstur.

Fyrsti leikurinn fór 72:67 fyrir Svendborg á mánudag. Liðin mætast í þriðja leiknum á mánudagskvöldið þar sem Svendborg getur tryggt sæti sitt í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert