Skagfirðingar bjóða fría ferð suður

Tindastóll og Keflavík mætast suður með sjó annað kvöld.
Tindastóll og Keflavík mætast suður með sjó annað kvöld. Ljósmynd/Hjalti Arnarson

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að bjóða upp á fría sætaferð til Keflavíkur á morgun til þess að styðja við bakið á liði Tindastóls sem er með bakið upp við vegg.

Tindastóll er 2:1-undir í einvíginu við Keflavík í átta liða úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik og tapi liðið gegn Keflavík annað kvöld er þátttöku liðsins í vetur lokið. Sigur tryggir hins vegar oddaleik um sæti í undanúrslitum á Sauðárkróki á sunnudag.

„Núna eru engar afsakanir teknar gildar enda algjör skyldumæting í sláturhúsið á morgun og styðja strákana alla leið,” segir í tilkynningu um ferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert