Þórsarar tryggðu oddaleik í einvíginu

Þorleifur Ólafsson úr Grindavík og Tobin Carbarry úr Þór eigast …
Þorleifur Ólafsson úr Grindavík og Tobin Carbarry úr Þór eigast við. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Þór frá Þorlákshöfn tryggði sér oddaleik í einvígi liðsins við Grindavík í átta liða úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik. Þór vann fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld, 88:74, og er staðan því 2:2 í einvíginu.

Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi leiks og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:23. Grindvíkingar komist fimm stigum yfir í öðrum hluta, en Þórsarar svöruðu með 12 stigum í röð og voru yfir í hálfleik 47:40.

Þórsarar héldu dampi eftir hlé, voru sex stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en bættu enn frekar í og þegar flautað var til leiksloka munaði 14 stigum á liðunum, lokatölur 88:74..

Tobin Carberry var stigahæstur hjá Þór eftir rólega byrjun, en hann skoraði 25 stig. Hjá Grindavík voru Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch báðir með 21 stig.

Liðin mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum í Grindavík á sunnudagskvöld

Þór Þ. 88:74 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert