Vantaði töffaraskap

Pétur Rúnar Birgisson
Pétur Rúnar Birgisson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls var að sjálfsögðu svekktur eftir 83:73 tap gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Tapið þýðir að Tindastóll er kominn í sumarfrí, eftir 3:1 tap í einvíginu samanlagt. 

„Ég er gifurlega svekkur og vonsvikinn með að detta út. Það vantaði smá töffaraskap, við vorum ekki að setja niður stór skot, en það ber að hrósa Keflavík, vörnin sem þeir spiluðu í seinni hálfleik var rosaleg. Flest skotin okkar í 3. leikhluta komu þegar það voru 23 sekúndur eftir af klukkunni."

„Eins og í fyrstu tveim leikjunum, þá byrja þeir bara betur og við erum alltaf að elta, það er erfitt á móti svona góðu liði. Því miður náðum við ekki að stela leik í lokin."

„Nú förum við í sumarfrí, hreinsum hugan og sjáum hvað gerist," sagði Pétur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert