Grindavík vann oddaleikinn

Ólafur Ólafsson, Grindavík sækir að körfu Þórsara í kvöld. Maciej …
Ólafur Ólafsson, Grindavík sækir að körfu Þórsara í kvöld. Maciej Baginski er til varnar. Gindvíkingur Ómar Örn Sævarsson og Þórsarinn Tobin Carberry fylgjast vel með. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Grindvíkingar mæta Stjörnumönnum í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sigur í kvöld í oddaleik gegn Þór frá Þorlákshöfn. 93:82 varð lokastaða kvöldsins og þessi leikur var að vissu leyti endurtekning af hinum þremur heimaleikjum Grindvíkinga í þessari seríu. 

Grindvíkingar voru með undirtökin í leiknum og gestirnir að elta allan tímann.  Grindvíkingar eru vel að þessum sigri komnir. Lewis Clinch var Grindvíkingum dýrmætur á lokakafla leiksins líkt og svo oft áður í vetur. Hann endaði leikinn með 30 stig en hjá Þór var Tobin Carberry með 28 stig.

Grindavík - Þór Þ. 93:82

Mustad höllin, Úrvalsdeild karla, 26. mars 2017.

Gangur leiksins:: 2:4, 10:11, 17:16, 26:21, 31:23, 37:25, 46:34, 48:36, 53:43, 55:45, 64:51, 67:55, 72:60, 74:67, 81:72, 93:82.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 30/9 fráköst/10 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13/13 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 12/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Dagur Kár Jónsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/13 fráköst, Hamid Dicko 4.

Fráköst: 38 í vörn, 14 í sókn.

Þór Þ.: Tobin Carberry 28/7 fráköst/8 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 15/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Grétar Ingi Erlendsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 4 í sókn.

Grindavík 93:82 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert