Þurfum að gera hlutina miklu betur

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum gríðarlega svekktur með að tapa fyrsta leiknum í kvöld í einvíginu við Skallagrím, 70:68, á heimavelli í undanúrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik.

Sverrir sagði að þungamiðja þessa taps síns liðs hafi verið frákastabaráttan og varnarleikurinn á Tavelyn Tillman hjá Skallagrími, sem virtist skora að vild megnið af kvöldinu. 

Sverrir vildi þó ekki dvelja lengi við þennan tapleik og sagði sínar stúlkur þurfa að fara að einbeita sér að sunnudeginum því þá fara Keflvíkingar til Borgarness og næsti leikur í einvíginu verður spilaður.  Keflavík hefur farið í vetur til Borgarness og náð sigri og þær ættu því alveg að getað endurtekið þann leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert