Valur skoraði 109 stig í oddaleiknum

Austin Magnus Bracey sækir að Snorra Þorvaldssyni í kvöld.
Austin Magnus Bracey sækir að Snorra Þorvaldssyni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur rótburstaði Hamar, 109:62, þegar liðin mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Valshöllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valur leikur þar af leiðandi í efstu deild að ári og fylgir Hetti upp um deild. 

Eftir jafna rimmu liðanna þar sem liðin höfðu unnið tvo leiki hvort þá var oddaleikurinn í kvöld furðu ójafn. Valur tók strax afgerandi frumkvæði með því að skora fyrstu níu stigin í leiknum og litu Valsmenn aldrei um öxl. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 32:9 og 60:26 að loknum fyrri hálfleik. 

Þar með var spennan farin úr leiknum og Hvergerðingar náðu aldrei almennilegu áhlaupi í leiknum. Valsmenn slökuðu aldrei á og rufu 100 stiga múrinn nokkuð auðveldlega. 

Eftir athyglisverða framgöngu í bikarkeppninni í vetur þar sem Valur sló út þrjú úrvaldsdeildarlið er sjálfsagt vel við hæfi að liðið ljúki keppnistímabilinu með því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. 

Austin Magnús Bracey var stigahæstur hjá Val með 33 stig og Urald King kom næstur með 24 stig og 16 fráköst. Christopher Woods gerði 16 stig fyrir Hamar og Erlendur Ágúst Stefánsson 14. 

Gangur leiksins: 9:0, 16:7, 21:9, 32:9, 38:13, 49:15, 52:22, 60:26, 65:31, 74:34, 80:42, 84:45, 88:49, 92:53, 100:55, 109:62.

Valur: Austin Magnus Bracey 33/6 fráköst, Urald King 24/16 fráköst/4 varin skot, Sigurður Páll Stefánsson 9/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 8/5 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 8, Illugi Steingrímsson 7, Sigurður Dagur Sturluson 5/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 5/5 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 4, Snjólfur Björnsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 2/7 fráköst, Benedikt Blöndal 2/4 fráköst/7 stoðsendingar.

Fráköst: 34 í vörn, 23 í sókn.

Hamar : Christopher Woods 16/12 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 14/5 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 7, Örn Sigurðarson 7, Snorri Þorvaldsson 5, Hilmar Pétursson 4, Oddur Ólafsson 3, Rúnar Ingi Erlingsson 2/5 fráköst, Guðjón Ágúst Guðjónsson 2, Smári Hrafnsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Valur 109:62 Hamar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert