Áttunda liðið lagði meistarana

Jimmy Butler hjá Chicago sækir að körfu Boston í leiknum …
Jimmy Butler hjá Chicago sækir að körfu Boston í leiknum í kvöld en Marcus Smart er til varnar. AFP

Chicago Bulls skreið inn í úrslitakeppni NBA með sigri í lokaleik sínum á meðan Boston Celtics sigldi framúr Cleveland Cavaliers á lokasprettinum og vann Austurdeildina. En í kvöld hóf Chicago úrslitakeppnina á óvæntum útisigri gegn Boston.

Leikurinn endaði 106:102, Chicago í hag, og liðið í áttunda sæti er þar með búið að ræða heimaleikjaforystunni af meistaraliði Austurdeildarinnar í fyrstu tilraun.

Jimmy Butler átti stórleik með Chicago, skoraði 30 stig og tók 9 fráköst, þar af gerði hann 23 stig í seinni hálfleik, en Isiah Thomas var í aðalhlutverki hjá Boston og gerði 33 stig. Óvíst er að Thomas geti leikið með Boston í leik númer tvö vegna andláts systur hans sem verður jarðsett á sama tíma í Seattle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert