Meistararnir í góðum málum

Kyrie Irving skoraði 27 stig fyrir meistara Cleveland í nótt.
Kyrie Irving skoraði 27 stig fyrir meistara Cleveland í nótt. AFP

Meistararnir í Cleveland Cavaliers og San Antonio Spurs eru komnir í 2:0 gegn andstæðingum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Úrslitin í nótt:

Austurdeild:
Cleveland - Indiana 117:112 (2:0)

Vesturdeild:
SA Spurs - Memphis, 96:82 (2:0)

Það stefndi allt í stórsigur Cleveland  en liðið náði 18 stiga forskoti undir lok þriðja leikhluta en liðsmenn Indiana bitu vel frá sér í fjórða leikhlutanum og náðu að saxa  forskotið niður í fjögur stig þegar skammt var til leiksloka en Cleveland sigldi sigrinum í hús. Kyrie Irving var öflugur í liði meistaranna en hann skoraði 37 stig, Kevin Love var með 27 stig og stórstjarnan LeBron James 25. Paul George var stigahæstur í liði Indiana með 32 stig.

San Antonio Spurs vann öruggan sigur gegn Memphis Grizzlies, 96:82, í Vesturdeildinni þar sem Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir SA Spurs í tíunda sigri sínum í röð gegn Memphis í úrslitakeppni. Tony Parker var með 15 stig fyrir Spurs og Danny Green 12. Mike Conley var stigahæstur leikmanna Memphis með 24 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert