Boston komið í vandræði

Rajon Rondo sækir að körfu Boston en til varnar er …
Rajon Rondo sækir að körfu Boston en til varnar er Amir Johnson. AFP

Chicago Bulls heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Chicago, sem hafnaði í áttunda sæti Austurdeildarinnar, er komið í 2:0 gegn Boston, toppliðinu í deildinni. Chicago fagnaði sigri, 111:97, og hefur þar með unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og það á heimavelli Boston en næstu leikir í einvíginu fara fram í Chicago.

Dwyane Wade og Jimmy Butler voru með 22 stig hvor fyrir Chicago og Rajon Rondo skilaði fínni frammistöðu en hann skoraði 11 stig, átti 14 stoðsendingar, tók 9 fráköst, stal 5 boltum og varði 3 skot. Isaiah Thomas, sem enn syrgir systur sína sem lést í umferðarslysi um síðustu helgi, hafði frekar hægt um sig. Thomas skoraði 20 stig og var stigahæstur en hann hitti aðeins úr sex af 15 skotum sínum og brenndi af sex af 13 vítaskotum sínum.

Toronto jafnaði metin í 1:1, í einvíginu gegn Milwaukee. DeMar DeRozan skoraði 23 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 22. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 24 stig.

Los Angeles Clippers hafði betur gegn Utah Jazz í Vesturdeildinni og þar er staðan jöfn, 1:1. Blake Griffin skoraði 24 stig fyrir Clippers og Chris Paul 21 en hjá Utah var Gordon Hayward atkvæðamestur með 20 stig.

Úrslitin í nótt:

Austurdeild:
Boston - Chicago 91:97 (0:2)
Toronto - Milwaukee 106:100 (1:1)

Vesturdeild:
LA Clippers - Utah 99:91 (1:1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert