Verður leikur upp á líf og dauða

Erna Hákonardóttir, fyrirliði bikarmeistara Keflavíkur, var temmilega sátt með kvöldið og ástæða til, en Keflavík er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli, 67:61, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu. 

Erna sagði að dagsskipun Sverris, þjálfara Keflavíkur, væri að hægja á erlenda leikmanni Snæfells sem fór mikinn í fyrsta leik liðanna. Erna sagði lið sitt hafa vitað að Snæfell myndi koma sterkt til leiks til að ná sigrinum en að Keflavík hafi verið vel undirbúið fyrir það. Þó að Ernu liði vissulega vel að spila á heimavelli sagðist hún alveg til í að klára dæmið á sunnudag í Stykkishólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert