Þing KKÍ klofið yfir útlendingareglu

Danero Thomas úr ÍR, til vinstri, fellur ekki lengur undir …
Danero Thomas úr ÍR, til vinstri, fellur ekki lengur undir útlendingaregluna þar sem hann hefur spilað hér á landi í nógu mörg ár. Amin Stevens, Keflavík, og Quincy Hankins-Cole, ÍR, gera það hins vegar. mbl.is/Golli

Á þingi Körfuknattleikssambands Íslands í dag var kosið um tillögu þess efnis hvort að endurvekja ætti hina svokölluðu 3+2-reglu í deildakeppninni hér heima. Óhætt er að segja að þingið hafi verið klofið í ákvörðun sinni.

Karfan.is greinir frá því að 102 einstaklingar á þinginu hafi kosið um regluna. 51 hafi sagt já og 51 sagt nei, og því hafi tillagan verið felld á jöfnu.

Um er að ræða reglu þess efnis sem leyfir liðum að tefla fram tveimur erlendum leikmönnum fram í einu inni á vellinum, í bland við þrjá íslenska. Hin svokallaða 4+1 regla verður því áfram, þar sem fjórir íslenskir leikmenn þurfa að vera á vellinum hverju sinni í hverju liði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert