Arnar og Axel unnu bronsleikinn

Arnar Guðjónsson er einnig aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Arnar Guðjónsson er einnig aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. mbl.is/Golli

Svendborg Rabbits, undir stjórn Arnars Guðjónssonar, tryggði sér bronsverðlaun í úrslitakeppni danska körfuboltans í gærkvöldi. Svendborg mætti þá liði SISU, en bæði lið höfðu dottið út í undanúrslitaleikjum um titilinn. Þau áttust við í bronsleik í gær og Svendborg hafði betur 87:72.

Axel Kárason skoraði 6 stig og tók 5 fráköst fyrir Svendborg í leiknum og þá var Stefan Bonneau, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, næststigahæstur með 18 stig. Þetta var síðasti mótsleikur Axels með liðinu, en hann snýr heim í sumar og gengur í raðir Tindastóls.

Þetta eru fyrstu verðlaun Svendborg frá árinu 2013, en Arnar tók við aðalþjálfarastarfinu á síðasta tímabili. Hann hafði áður verið aðstoðarmaður Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands, og gegnir raunar því starfi hjá landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert