„Fáránlega sterkar í hausnum“

Keflvíkingar fagna sigrinum í kvöld.
Keflvíkingar fagna sigrinum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Þjálfarinn sigursæli Sverrir Þór Sverrisson stýrði Keflavík til sigurs bæði í Íslandsmótinu og bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í vetur. Hann sagði unga leikmenn Keflavíkurliðsins hafa haft þann andlega styrk sem þarf til að vinna úrslitarimmuna. 

Keflavík vann Snæfell 3:1 en Snæfell hafði orðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð.

„Mínir leikmenn voru fáránlega sterkar í hausnum. Sama á hverju gekk þá létum við aldrei brjóta okkur niður. Leikmennirnir héldu alltaf áfram og voru sterkar undir lok leikja sem voru jafnir. Um daginn kom upp atvik þar sem Birna brást rangt við og lenti í leikbanni. Hún kom sér í þá stöðu sjálf og þetta var áfall fyrir okkur en við létum það ekkert á okkur fá þegar á hólminn var komið. Við ætluðum okkur að klára dæmið í kvöld,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson í samtali við mbl.is. 

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert