Washington og Houston jöfnuðu

James Harden skorað 28 stig fyrir Houston í nótt.
James Harden skorað 28 stig fyrir Houston í nótt. AFP

Wasington og Houston fögnuðu bæði sigrum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik og jöfnuðu metin í 2:2 gegn andstæðingum sínum.

Washington hafði betur gegn Boston, 121:102, á heimavelli sínum i undanúslitum Austurdeildarinnar. Staðan var jöfn, 48:48, í hálfleik en í þeim síðari tóku heimamenn völdin og uppskáru öruggan sigur. Bradley Beal skoraði 29 stig fyrir Washington og John Wall 27 en hjá Boston var Isaiah Thomas atkvæðamestur með 19 stig og Terry Rozier skoraði 16.

Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar vann Houston góðan sigur á San Antonio Spurs, 125:104. James Harden var stigahæstur í liði Houston með 28 stig og Eric Gordon var með 22. Hjá SA Spurs var Jonathon Simmons  stigahæstur með 17 stig og þeir LaMarcus Aldridge og Kawhi Leonard settu niður 16 stig hvor.

Úrslitin í nótt:

Austurdeild, undanúrslit:
Washington - Boston 121:101 (2:2)

Vesturdeild:
Houston - SA Spurs 125:104 (2:2)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert