Golden State með sópinn á lofti

Stephen Curry skoraði 30 stig fyrir Golden State.
Stephen Curry skoraði 30 stig fyrir Golden State. AFP

Golden State Warriors er komið í úrslit í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir að hafa sópað Utah Jazz út úr undanúrslitunum með öruggum sigri, 121:95.

Golden State vann einvígið, 4:0, og mætir annaðhvort Houston eða San Antonio Spurs en þetta var annar 4:0 sigur Golden State í úrslitakeppninni. Portland var fórnarlambið í fyrra skiptið.

Stephen Curry skoraði 30 stig fyrir Golden State. „Góðir hlutir eru að gerast og við spilum vel. Í kvöld höfðum við tækifæri á að ljúka verkinu og sem betur fer gerðum við það,“ sagði Curry eftir leikinn.

Klay Thompson skoraði 21 stig fyrir Golden State og Kevin Durant 18. Gordon Hayward var stigahæstur í liði Utah með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert