Framlengt við lykilmenn fyrir norðan

Ingvi Rafn Ingvarsson með boltann í leik Þórs í vetur.
Ingvi Rafn Ingvarsson með boltann í leik Þórs í vetur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bæði Tindastóll og Þór Akureyri tilkynntu í gærkvöldi að þau hefðu framlengt við lykilmenn hjá liðunum fyrir næsta tímabil í körfuboltanum.

Tindastóll framlengdi við Viðar Ágústsson, sem er einn öflugasti varnarmaður efstu deildar og hefur verið einn helsti burðarás Sauðkrækinga síðustu ár. Hann ákvað að fresta því að yfirgefa heimahagana og fara í nám, rétt eins og Pétur Rúnar Birgisson ákvað á dögunum, en feykir.is greindi fyrst frá.

Þórsarar framlengdu svo við hinn 23 ára gamla Ingva Rafn Ingvarsson til eins árs, en hann kom til liðsins í fyrra og þá einmitt frá Tindastóli. Hann var einn af lykilmönnum nýliðanna sem höfnuðu í 8. sæti deildarinnar og komust í úrslitakeppnina.

Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson verða báðir áfram á …
Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson verða báðir áfram á Króknum. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert