Glæsileg varsla frá Ginobili í sigri Spurs

Manu Ginobili sækir að körfu Houston.
Manu Ginobili sækir að körfu Houston. AFP

San Antonio Spurs er komið í 3:2 í einvíginu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Í æsispennandi framlengdum leik hafði SA Spurs betur, 110:107. Hinn 39 ára gamli Argentínumaður, Manu Ginobili, tryggði sínum mönnum sigur þegar hann varði þriggja stiga skot frá James Harden með glæsilegum hætti á lokasekúndunum í framlengingunni.

Kawhi Leonard var stigahæstur í liði SA Spurs með 22 stig en hann fór meiddur af velli seint í leiknum. Harden var með þrefalda tvennu fyrir Houston en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Sjötti leikur liðanna fer fram á heimavelli Houston en sigurliðið í einvíginu mætir Golden State í úrslitum Vesturdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert