Jóhann til Grindavíkur

Jóhann Árni Ólafsson.
Jóhann Árni Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Jóhann Árni Ólafsson er genginn til liðs við Grindvíkinga á nýjan leik eftir að hafa spilað með Njarðvík á síðasta tímabili. Jóhann lék með Njarðvík til 2011 en með Grindavík frá 2012 til 2016.

Hann er þrítugur að aldri og leikur stöðu framherja en Jóhann var frákastahæstur í liði Njarðvíkur á nýliðnu tímabili með 6,1 frákast í leik en hann gerði 9,1 stig að meðaltali.

Þá hefur bakvörðurinn öflugi Dagur Kár Jónsson gert nýjan samning við Grindvíkinga til tveggja ára. Dagur lék áður með Stjörnunni en var í Bandaríkjunum veturinn 2015-16. Hann er 22 ára gamall og lék frábærlega með Grindavík í úrslitakeppninni í vor en Dagur gerði 16,7 stig að meðaltali í leikjum liðsins á tímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert