Þriggja stiga flautukarfa

Avery Bradley tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga flautukörfu.
Avery Bradley tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga flautukörfu. AFP

Avery Bradley tryggði Boston sigur gegn Cleveland í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Bradley skoraði þriggja stiga flautukörfu og tryggði sínum mönnum sigurinn, 111:101, og með honum minnkaði Boston muninn í 2:1 í einvígi liðanna en Cleveland tapaði sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni.

Kyrie Irving skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Kevin Love 28 en leikönnum Boston tókst að halda stórstjörnunni LeBron James algjörlega í skefjum en hann skoraði aðeins 11 stig og náði ekki að skora í fjórða leikhlutanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert