Snorri til Þórs í Þorlákshöfn

Snorri handsalar samninginn við Þór Þorlákshöfn.
Snorri handsalar samninginn við Þór Þorlákshöfn. Ljósmynd/Facebook-síða Þórs

Körfuknattleikslið Þórs í Þorlákshöfn hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð en liðið hefur samið við Snorra Hrafnkelsson en hann kemur til Þórsara frá Íslands- og bikarmeisturum KR. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Þórs.

Snorri er 23 ára gamall miðherji, 1,99 metrar á hæð. Hann hefur leikið með KR-ingum undanfarin tvö tímabil en er uppalinn hjá Breiðabliki.

Snorri skoraði 5,7 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leikjum KR-inga á tímabilinu en hann missti af nokkrum leikjum liðsins í úrslitakeppninni vegna meiðsla.

Einar Árni Jóhannsson verður áfram þjálfari Þórs en Snorri lék undir undir stjórn hans hjá Breiðabliki áður en hann gekk í raðir KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert