Cleveland í úrslitin og LeBron skákaði Jordan

LeBron James treður boltanum í körfuna.
LeBron James treður boltanum í körfuna. AFP

Cleveland Cavaliers er komið í úrslitin um NBA-meistaratitilinn þriðja árið í röð eftir öruggan sigur á Boston, 135:102, í fimmtu viðureign liðanna í nótt.

Cleveland vann einvígið, 4:1, og mætir Golden State Warriors í úrslitarimmunni þriðja árið í röð. Í fyrra hafði Cleveland betur en Golden State árið áður.

LeBron James skráði nafn sitt í sögubækur NBA en komst fram úr Michael Jordan og hefur nú skorað flest stig allra í úrslitakeppni deildarinnar. James skoraði 35 stig í nótt.

Cleveland hafði tögl og hagldir allan tímann og í fyrri hálfleik skoraði liðið 75 stig sem er það mesta sem liðið hefur skorað í fyrri hálfleik í úrslitakeppni NBA í 14 ár en Cleveland var með 18 stiga forskot í leikhléi. Kyrie Irving var með 24 stig fyrir Cleveland og Kevin Love 15. Avery Bradley var stigahæstur í liði Boston með 23 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert