Andrée í Þór eða til Ítalíu?

Andrée Fares, Snæfelli, með boltann í leik gegn Haukum.
Andrée Fares, Snæfelli, með boltann í leik gegn Haukum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö félög á Ítalíu og nokkur úrvalsdeildarfélög bæði í Svíþjóð og á Íslandi hafa sýnt hinum tvítuga körfuknattleiksmanni Andrée Michelsson áhuga eftir að leiktíðinni lauk í Dominos-deildinni í vor.

Andrée, sem á íslenska móður en ólst upp í Svíþjóð, kom til Íslands í fyrra og skoraði 11,6 stig að meðaltali fyrir Snæfell á síðustu leiktíð er liðið féll.

„Það er ánægjulegt að finna þennan áhuga og ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað ég mun gera. Ég ræddi við Tindastól en það gekk ekki upp, og ég hef rætt mikið við Þór Akureyri. Það er spennandi kostur,“ sagði Andrée.

„Ég er bara að reyna að finna besta kostinn. Það væri gaman að spila í Svíþjóð og svo er líka mjög spennandi að fara til Ítalíu. Ég hef rætt við tvö lið í næstefstu deild þar, deildinni fyrir neðan eina albestu deild Evrópu,“ bætti hann við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert