Bandarískir leikmenn of fyrirferðarmiklir

Ívar Ásgrímsson.
Ívar Ásgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, segir landsliðið líða fyrir það um þessar mundir að ekki séu reyndir leikstjórnendur á hverju strái sem nýst geti landsliðinu. Segist hann vilja sjá íslensku félagsliðin fela frambærilegum íslenskum leikstjórnendum það hlutverk, með hag landsliðsins í huga, frekar en bandarískum leikmönnum. Segir Ívar það hafa verið of algengt síðustu árin að íslensku liðin tefli fram bandarískum leikstjórnendum.

Hér má skjóta því inn í til útskýringar fyrir lesendur að leikstjórnandahlutverkið í landsliðinu var árum saman í öruggum höndum Hildar Sigurðardóttur en hún lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

„Okkur vantar leikstjórnendur í íslenska landsliðið. Við eigum ungar stelpur sem lofa góðu en það er smá bið í að þær verði tilbúnar í A-landsliðið. Í deildinni er allt of algengt að Kanar stjórni leikjunum og geri allt of mikið. Þegar við förum í landsliðsverkefni erum við ekki með leikstjórnendur. Okkur vantar einnig bakverði sem eru með yfir 33% nýtingu í þriggja stiga skotum. Það er varla leikmaður í deildinni sem er með slíka nýtingu. Þetta þarf að laga.

Sem dæmi má nefna að Grindavík var með bestu nýtinguna í þriggja stiga skotum, sem var um 30%. Í karladeildinni voru átta lið yfir 30% nýtingu. Í kvennadeildinni var Erna með bestu nýtinguna, 36%, og fékk hún fyrstu landsleiki sína á móti Írum, en það eru einungis fjórir Íslendingar yfir 30% nýtingu í þriggja stiga skotum en 43 leikmenn í karladeildinni eru yfir 30% og þar af sex yfir 40% nýtingu. Það er því ljóst að við þurfum að fá leikstjórnendur og betri þriggja stiga skyttur,“ segir Ívar í samtali við Morgunblaðið og hvetur íslensku liðin til að treysta á efnilega bakverði.

Nánar er rætt við Ívar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert