Snæfell framlengir við lykilleikmenn

Berglind Gunnarsdóttir verður áfram í herbúðum Snæfells.
Berglind Gunnarsdóttir verður áfram í herbúðum Snæfells. mbl.is/Golli

Kvennalið Snæfells í körfubolta hefur tryggt sér áframhaldandi krafta Berglindar Gunnarsdóttur og Söru Diljár Sigurðardóttur. Berglind og Sara Diljá gerðu báðar eins árs samning við Snæfell. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Snæfells. Þá framlengdi Snæfell fyrir skömmu samning sinn við Andreu Björt Ólafsdóttur.  

Berglind var valin besti leikmaður Snæfells á síðasta keppnistímabili á lokahófi körfuknattleiksdeildar Snæfells í vor. Berglind skoraði 11,1 stig að meðaltali í leikjum Snæfells síðasta vetur og tók þar að auki 5,4 fráköst.

Sara Diljá hefur leikið með Snæfelli síðustu tvö keppnistímabil, en hún gekk til liðs við Snæfell frá Val og varð Íslands- og bikarmeistari með Snæfelli á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu. Sara Diljá lék sem lánsmaður hjá Stjörnunni seinni hluta keppnistímabilsins árið 2015 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert