Verða vel klæddir á EM í Finnlandi

Frá vinstri: Hermann Hauksson hjá Fötum & skóm, Vilhjálmur S. …
Frá vinstri: Hermann Hauksson hjá Fötum & skóm, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Alvaro Calvi, yfirmaður sérsaums í Herragarðinum. Ljósmynd/KKÍ

KKÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag þess efnis að leikmenn karlalandsliðs Íslands í körfubolta klæðist sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum í tilefni þess að liðið er á leið á EuroBasket.

Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir meðal annars:

„Strákarnir unnu það glæsta afreka að komast á lokamót annað mótið í röð. Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og þjálfurum jakkaföt sem þeir munu klæðast fyrir leiki og við sérstök tilefni á leiðinni og m.a. þegar haldið verður til Finnlands í lok ágúst.“

 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ: „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar farið er á stórmót sem þetta og við erum gríðarlega ánægðir með að fá strákana í Herragarðinum til að liðsinna okkur við þetta verkefni, enda ekki hlaupið að því að fá jakkaföt á marga af okkar landsliðsmönnum. Við lögðum því verkefnið til fagmanna og Herragarðsmenn auðvitað þeir fyrstu sem koma í huga og komu þeir sterkir inn með hönnun og útlit á fötum sem okkur leist mjög vel á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert