Tap gegn Þjóðverjum í síðasta leik

Dýrfinna Arnardóttir var stigahæst í dag ásamt Rósu Björk Pétursdóttur.
Dýrfinna Arnardóttir var stigahæst í dag ásamt Rósu Björk Pétursdóttur.

Íslenska kvenna­landsliðið í körfuknatt­leik skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri tapaði í dag gegn Þjóðverjum, 53:36, í síðasta leik sínum í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins sem fram fer í Ísrael. 

Dýrfinna Arnardóttir og Rósa Björk Pétursdóttir voru stigahæstar í íslenska liðinu með sjö stig og Björk Gunnarsdóttir skoraði sex. 

Íslenska liðið tapaði öllum fimm leikjum sínum í riðlinum, enda að leika á móti gríðarlega sterkum þjóðum. Á laugardag og sunnudag leikur það tvo leiki í keppninni um níunda til tólfta sætið á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert