Naumt tap gegn Frökkum í fyrsta leik

Tryggvi Snær Hlynason í baráttunni í dag.
Tryggvi Snær Hlynason í baráttunni í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska landsliðið í körfubolta karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði gegn Frökkum í fyrsta leik á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi, 58:50. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig og tók hann einnig 15 fráköst. 

Franska liðið byrjaði betur og var með 14:9 forystu eftir fyrsta leikhluta. Munurinn var enn fimm stig í hálfleik, 22:17. Íslenska liðið minnkaði muninn í tvö stig fyrir síðasta leikhlutann en Frakkarnir reyndust sterkari á lokakaflanum. Kristinn Pálsson skoraði 14 stig og Kári Jónsson var með tíu stig.

Ísland leikur gegn Tyrklandi í 2. umferð á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert