Kári líklega ekki meira með á EM

Kári Jónsson
Kári Jónsson mbl.is/Árni Sæberg

Kári Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri, meiddist á ökkla í fyrsta leikhluta gegn Tyrklandi á Evrópumótinu í gær og er óvíst að hann verði meira með á mótinu. Karfan.is greinir frá þessu. 

Hann fór á sjúkrahús eftir að hann varð fyrir meiðslunum, en óttast var að hann væri fótbrotinn. Niðurstöður sýndu hins vegar að hann er óbrotinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert