Stórt tap gegn Serbum - Þýskaland á morgun

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði stórt gegn Serbíu í leik liðanna um 5.-8. sæti í A-deild Evrópumótsins á Krít en lokatölur urðu 89:71 Serbum í vil.

Ísland var 23:17 undir eftir 1. leikhluta og 20 stiga munur var á liðunum í hálfleik, 53:33. Serbar bættu enn frekar við muninn í 3. leikhluta en eftir hann var staðan 73:44. Íslensku strákarnir klóruðu hins vegar í bakkann undir lokin og lokatölur 89:71, 18 stiga munur.

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur Íslands með 18 stig, tók 9 fráköst, átti tvö varin skot og jafn margar stoðsendingar.

Ísland mætir Þýskalandi á morgun í leik um 7. sæti á mótinu. Sá leikur hefst kl. 13:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert