Sveitastrákur breytir landslagi

Tryggvi Snær Hlinason sækir að körfu andstæðinganna.
Tryggvi Snær Hlinason sækir að körfu andstæðinganna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Árangur U20 landsliðsins, sem spilar í A-deild á Evrópumótinu þessa dagana, hefur vakið verðskuldaða athygli og glatt alla körfuknattleikshreyfinguna mikið síðustu daga.

Þessir drengir hafa undirstrikað það sem margir vissu, að við erum að fá upp svakalega flotta kynslóð af leikmönnum sem munu taka við A-landsliðinu fljótlega af þeim eldri sem eru búnir að skila liðinu inn á tvö stórmót.

Menn eins og Jón Arnór og Hlynur Bærings hafa snúið heim og ætla að ljúka ferlinum heima á meðan leikmenn U20 liðsins eru ungir og graðir í atvinnumennsku. Sumir þeirra eru þegar farnir út á meðan aðrir eru á leiðinni út næsta haust. Þeir hafa klárlega hæfileikana og metnaðinn til að dvelja erlendis næsta áratuginn og lengur.

Við höfum átt drengjalandslið áður í A-deild, bæði í U16 og U18. Hins vegar er KKÍ nýbyrjað að senda U20 til keppni og það leið ekki á löngu áður en við hristum upp í þeim aldursflokki. Fyrst með því að komast upp úr B-deild í fyrra og núna, þegar þetta er skrifað, að eiga möguleika á 5. sæti og geta ekki endað neðar en 8. sæti.

Körfubolti er liðsíþrótt og svona árangur næst ekki nema með sterkri liðsheild, en það er útilokað að ræða mótið án þess að koma inn á frammistöðu stóra stráksins frá Svartárkoti í Bárðardal. Tryggvi Snær Hlinason er eitt ótrúlegasta ævintýri sem íþróttahreyfingin hefur séð. Þessi 19 ára sveitastrákur á engan íþróttabakgrunn fyrr en hann fór að fitla aðeins við körfubolta fyrir rúmum þremur árum.

Benedikt Guðmundsson er nýr körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins og grein hans í heild er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert