Ísland mætir silfurliði EM

Craig Pedersen stýrir landsliðsæfingu á dögunum.
Craig Pedersen stýrir landsliðsæfingu á dögunum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik undir stjórn Craig Pedersen mun fara í tvær æfingaferðir til útlanda fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Helsinki í ágúst.

Ísland mun í ferðunum mæta stórþjóðum sem allar verða einnig á EM. Liðið fer fyrst til Rússlands og mætir þar Rússum, Þjóðverjum og Ungverjum. Síðari ferðin hefst svo í Ungverjalandi þar sem spilað verður við heimamenn áður en haldið er til Litháen í síðasta undirbúningsleikinn fyrir EM. Litháar eru silfurþjóð síðasta Evrópumóts.

Að þeirri ferð lokinni mun íslenska liðið koma til landsins á ný í nokkra daga áður en EM hefst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert